Mannauður 2017

Starfsmannastefna N1 endurspeglar þá staðreynd að einn mikilvægasti auður félagsins er fólginn í starfsfólkinu, þekkingu þess og færni.

Jafnréttisstefna

N1 hefur markað sér jafnréttisstefnu og er markmið hennar að stuðla að jafnri stöðu kvenna og karla og jöfnum tækifærum einstaklinga óháð kyni. Hver starfsmaður er metinn að verðleikum óháð kyni. Þannig er tryggt að mannauður fyrirtækisins nýtist sem best. Jafnframt er hvers kyns mismunun t.d. vegna kynþáttar, trúar- eða stjórnmálaskoðana, kynhneigðar, þjóðernis eða annars slíks óheimil. N1 hefur einnig markað stefnu og viðbragðsáætlun gegn einelti, áreitni og ofbeldi, en slík hegðun er undir engum kringumstæðum umborin á vinnustaðnum. Áhersla er lögð á að starfsmenn sýni samstarfsfólki sínu ávallt kurteisi og virðingu í samskiptum. Einelti er brot á starfsskyldum og óásættanleg hegðun á vinnustað. Stefnan er aðgengileg öllum starfsmönnum á innrivef fyrirtækisins.

Laun framkvæmdastjórnar og árangurstengdar greiðslur

N1 hefur samið starfskjarastefnu í samræmi við þau skilyrði sem fram koma í 79. gr. a. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Markmiðið með stefnunni er að félagið sé samkeppnishæft og geti ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk og stjórnendur. Til að svo megi verða er nauðsynlegt að stjórn félagsins sé kleift að bjóða samkeppnishæf laun og aðrar greiðslur sem tíðkast hjá sambærilegum fyrirtækjum.

Kaupaukakerfi framkvæmdastjórnar var kynnt þegar N1 var skráð á markað og eiga þeir sem eru í framkvæmdastjórn félagsins rétt á árangurstengdum greiðslum samkvæmt ákveðnum viðmiðum sem samþykkt eru af starfskjaranefnd félagsins. Viðmiðin eru annars vegar markmið sem forstjóri setur hverjum framkvæmdastjóra og eru markmiðin samþykkt af formanni starfskjaranefndar og hins vegar áætluð EBITDA félagsins á ársgrundvelli sem samþykkt er af stjórn félagsins.

Markmiðin sem framkvæmdastjórn eru sett vega 20% af árangurstengdum greiðslum á meðan EBITDA rekstrarárs í samanburði við áætlaða EBITDA rekstrarárs vegur 80%. Sé EBITDA á milli 95% - 110% af samþykktri áætlun geta framkvæmdastjórar átt rétt á árangurstengdum greiðslum sem nema eins til þriggja mánaða launum en forstjóri getur átt rétt á greiðslum sem nema allt að sex mánaða launum.

Árangurstengdar greiðslur eru greiddar út 1. mars eftir að almanaksári lýkur ef settum viðmiðum fyrir rekstrarárið á undan hefur verið náð sem er staðfest í endurskoðuðum ársreikningi félagsins. Árið 2016 var besta ár í rekstri félagins og voru árangurstengdar greiðslur til framkvæmdastjórnar í mars 2017 í hámarki og skýra þær hærri laun forstjóra og framkvæmdastjóra N1 að mestu leyti. Starfskjarastefna félagsins gerir jafnframt ráð fyrir því, að umbuna megi stjórnendum með veitingu kauprétta á hlutum í félaginu.  Engir kaupréttir hafa þó verið og hvatakerfið því bundið við það form árangurstengingar sem að framan er lýst.

Laun og hlunnindi framkvæmdastjórnar greinast:

Laun Hlunnindi Árangurstengdar greiðslur Samtals Árið 2017 Forstjóri 45.733 3.742 21.000 70.475 Fjórir framkvæmdastjórar 103.680 12.548 24.000 140.228 Árið 2016 Forstjóri 42.680 3.507 12.800 58.437 Fjórir framkvæmdastjórar 94.706 11.114 16.400 122.220 * Tölur eru í þúsundum króna