Hlutverk

Hlutverk okkar er að veita kraftmikla þjónustu sem byggir á framúrskarandi dreifikerfi fyrir fjölbreytta orkugjafa og markvisst vöruúrval.

Virðing

Við sýnum samstarfsmönnum, viðskiptavinum og samfélaginu öllu virðingu.

Einfaldleiki

Við erum skýr og einbeitt í öllu okkar starfi.

Kraftur

Við erum jákvæð, ákveðin og í forystu á okkar sviði.

1913

Hið íslenska steinolíufélag var stofnað í upphafi bílaaldar á Íslandi

1946

Olíufélagið stofnað 14. júní

1946

Sigurður Jónasson, ráðinn fyrsti forstjóri Olíufélagsins

1947

Olíufélagið kaupir olíustöðina í Hvalfirði af hernaðaryfirvöldum

1947

Olíufélagið byrjar sölu á flugeldsneyti á Keflavíkurflugvelli

1949

Olíufélagið byggir fyrsta afgreiðslukerfi í jörð á Keflavíkurflugvelli, það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu

1952

Haukur Hvannberg ráðinn forstjóri Olíufélagsins

1953

Starfsmannafélag Olíufélagsins stofnað

1953

Olíuinnflutningur hefst frá Sovétríkjunum

1957

Olíufélagið byggir nýja bensínstöð við Ægisíðu, fyrstu sjálfsafgreiðslustöðina á Íslandi

1957

Olíufélagið festir kaup á lóð við Gelgjutanga

1959

Vilhjálmur Jónsson ráðinn forstjóri Olíufélagsins

1960

Olíufélagið flytur aðalskrifstofur sínar á Klapparstíg 25–27

1975

Olíufélagið tekur í notkun nýja skrifstofubyggingu að Suðurlandsbraut 18

1991

Geir Magnússon ráðinn forstjóri

1995

Olíufélagið stendur að stofnun Olíudreifingar

1995

Fyrsta Safnkortið kynnt

1998

Glæsileg þjónustustöð opnuð á Ártúnshöfða og Nýtt Nesti kynnt til sögunnar

2001

Olíufélagið hf. breytist í Ker hf. og verður eignarhaldsfyrirtæki. Olíufélagið ehf. er stofnað

2002

Hjörleifur Jakobsson ráðinn forstjóri 1. janúar

2004

Olíufélagið stofnar EGO

2006

Olíufélagið selt og Hermann Guðmundsson ráðinn forstjóri

2007

N1 stofnað við sameiningu Olíufélagsins, Bílanausts og nokkurra hjólbarðaverkstæða

2010

Fyrsta ISO 14001 vottaða þjónustustöð og hjólbarðaverkstæði N1 á Bíldshöfða 2

2011

N1 undirritar Jafnréttissáttmála UN WOMEN

2011

Hjólbarðaverkstæði N1 vottuð Michelin Quality Dealer

2012

Eggert Benedikt Guðmundsson ráðinn forstjóri N1

2013

N1 selur bílavarahlutaverslanir til nýs félags sem hefur starfsemi undir nafni Bílanausts

2013

N1 gerist aðili að FESTU miðstöð um samfélagsábyrgð

2013

N1 skráð á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands

2014

Ársskýrsla N1 ekki prentuð út heldur eingöngu aðgengileg á rafrænu formi

2015

Eggert Þór Kristófersson ráðinn forstjóri

2015

N1 fær Jafnlaunavottun VR fyrst olíufélaga á Íslandi

2015

N1 undirritar yfirlýsingu um loftslagsmál

2016

N1 gefur út sína fyrstu GRI G4 skýrslu

2016

N1 setur sér það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka úrgang í starfseminni

2016

DÆLAN opnar á þremur stöðum

2016

N1 kaupir smur- og hjólbarðaverkstæði að Réttarhvammi á Akureyri

2016

Framúrskarandi fyrirtæki 2015, viðurkenning frá Creditinfo

2017

Sex nýjar hlöður fyrir rafbíla opnaðar í samvinnu við ON á þjónustusvæðum N1 víðsvegar um landið

2017

Átöppun olíu og efnavöru hjá N1 hætt og úthýst

2017

Fasteignin að Klettagörðum 13 keypt af FAST-2 ehf.

2017

Undirritaður kaupsamningur vegna kaupa N1 hf. á öllu hlutafé í Festi hf.

2017

Undirritaður samningur við Kolvið um kolefnisjöfnun á öllu flugi á vegum N1 og notkun eigin bíla

2017

Smur- og hjólbarðaverkstæði N1 að Réttarhvammi á Akureyri fékk Michelin vottun

2017

Framúrskarandi fyrirtæki 2016, viðurkenning frá Creditinfo