N1 sýnir ábyrgð í verki
Samfélagsleg ábyrgð er sífellt veigameiri þáttur í rekstri N1 og nær hún til allrar starfseminnar.
Samfélagsleg ábyrgð er sífellt veigameiri þáttur í rekstri N1 og nær hún til allrar starfseminnar.
Samfélagsleg ábyrgð verður sífellt veigameiri þáttur í rekstri N1 og nær hún til allrar starfseminnar. Ýmis svið falla undir hugtakið eins og til dæmis umhverfi, siðareglur, sanngjarnir starfshættir, samfélagsleg virkni, þróun og tengsl við samfélagið. Lögð er áhersla á að vinna samkvæmt alþjóðlega vottuðum stöðlum og viðurkenndum aðferðum.
Við gerð þessarar ársskýrslu N1 er einnig greint frá viðmiðum GRI G4 „Core“. Er það meðal annars til að N1 geti gert sér grein fyrir raunverulegri stöðu samfélagslegrar ábyrgðar hjá fyrirtækinu á gagnsæjan og samanburðarhæfan hátt, en þetta er annað árið í röð sem N1 gefur út GRI G4 „Core“ skýrslu. Skýrsla þessi er unnin af starfsmönnum og sérfræðingum á viðkomandi sviðum hjá N1. Hún nær yfir alla starfsemi N1 og byggir á fjárhagsárinu 2017. CO2 tölur eru fengnar með útreikningum á heimasíðu Kolviðar, fjöldi ferða var gefinn upp hjá viðkomandi flugfélagi, eldsneytislítrar fengnir úr viðskiptamannabókhaldskerfi N1 og upplýsingar um sorplosun fengnar frá viðkomandi losunaraðila. Yfirlit efnistaka og vísun í skýrslu þessa er að finna í efnisyfirliti yfir GRI.
Þann 16. nóvember 2015 undirritaði N1 yfirlýsingu um loftslagsmál ásamt forsvarsmönnum 103 fyrirtækja og stofnana í Höfða og skuldbatt sig til að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka úrgang í starfseminni. Loftslagsmarkmið N1 eru:
Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
Kolefnisjafna allt flug og notkun eigin bíla
Efla þekkingu starfsmanna á vistakstri
Minnka myndun úrgangs
Draga úr óflokkuðum úrgangi um 2% á ári til ársins 2020
Að 90% sorps frá N1 verði flokkað árið 2030
Upplýsingar um árangur og aðgerðir verða gefnar út samkvæmt GRI viðmiðum í ársskýrslu N1 frá og með fjárhagsárinu 2016.
Með skipulögðum og viðurkenndum aðgerðum kostar N1 kapps um að lágmarka umhverfisáhættu frá starfsemi sinni. Nítján starfsstöðvar N1 hafa þegar hlotið vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 frá Vottun hf. Stefna N1 er að allar þjónustustöðvar N1 fái ISO 14001 vottun á næstu misserum.
N1 hefur verið virkur þátttakandi í FESTU, miðstöð um samfélagsábyrgð síðan í desember 2013. Auk þess er fyrirtækið aðili að Innkaupaneti Umhverfisstofnunar, Viðskiptaráði Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum atvinnulífsins, Dokkunni og Stjórnvísi.
N1 skrifaði undir Jafnréttissáttmála UN WOMEN árið 2011 en í honum felst að stuðla að aukinni þátttöku og tækifærum kvenna til að draga úr fátækt og stuðla að jöfnun kynja. N1 er ekki með sérstaka þjálfun í mannréttindamálum en lögð er áhersla á að vekja starfsfólk til umhugsunar um málefni þeim tengd.
Með skipulögðum og viðurkenndum aðgerðum kostar N1 kapps um að lágmarka umhverfisáhættu frá starfsemi sinni. Nítján starfsstöðvar N1 hafa þegar hlotið vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001 frá Vottun hf. Stefna N1 er að allar þjónustustöðvar N1 fái ISO 14001 vottun á næstu misserum.
Markmið N1 er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og kolefnisjafna allt flug og notkun eigin bíla.
Árið 2017 var 101 bíll í rekstri N1 og var mæld losun CO2 vegna þeirra 340 tonn, sem er hækkun um 27,3 tonn milli ára. Frá árinu 2010 hefur verið unnið í að efla vitund starfsmanna um vistakstur. Vöruhús N1 hefur stillt upp akstursleiðum og samnýtir ferðir vörubíla eins og hægt er. N1 hefur markvisst unnið að því að innlendir birgjar afhendi vörur sínar í vöruhús félagsins sem síðan dreifir á útstöðvar N1. Með því móti sparast ökuferðir bæði N1 og birgja og álag við afhendingarferli á útstöðvum minnkar. Í höfuðstöðvum N1 er rekinn bílabanki, þar sem starfsmenn geta fengið bíla lánaða til að sinna vinnutengdum erindum. Mælst er til að starfsmenn samnýti bifreiðar. Árið 2010 var boðið upp á vistakstursnámskeið fyrir sölumenn og bílstjóra vöruhúss.
Flugferðir starfsmanna voru samtals 422 innanlands og 124 til útlanda, heildarlosun CO2 vegna þeirra var 54,8 tonn.
N1 kolefnisjafnar, í gegnum Kolvið, beina losun frá starfseminni sem samsvarar 3.708 trjám. Er það vegna CO2 losunar af notkun eigin bíla og flugferða starfsmanna í samræmi við undirritaðan samning frá 20. desember 2017.
Markmið N1 er að minnka myndun úrgangs og draga úr óflokkuðum úrgangi um 2% á ári til ársins 2020.
N1 leggur mikið upp úr því að flokka sorp eins og hægt er með tilliti til aðstöðu förgunaraðila í hverju sveitarfélagi. Á árinu 2017 var 70% sorps frá félaginu flokkað en það er 1% aukning frá árinu áður. Aukning á losuðu sorpi var tæplega 17% milli áranna 2016 og 2017. Úrgangsflokkar eru sömu milli ára. Óbein losun gróðurhúsalofttegunda frá óflokkuðu urðuðu sorpi vegna ársins 2017 er u.þ.b. 280 tonn af CO2.
N1 tekur á móti rafhlöðum og rafgeymum á öllum starfsstöðvum sínum og er þeim fargað sem spilliefnum. Þúsund lítra bambar eru endurnýttir eins og hægt er. Gerð var tilraun á stórri þjónustustöð með að láta viðskiptavini flokka sitt sorp en því miður þurfti frá að hverfa þar sem of mikil vinna fór í að endurflokka. Það er áskorun að reyna að fá viðskiptavini félagsins í lið með okkur að flokka sorp en hiklaust verður haldið áfram að reyna að finna lausnir til að gefa þeim færi á því.
Undanfarin ár hefur N1 markvisst unnið að því að draga úr notkun pappírs og einnota íláta innan félagsins. Einn af stærstu rekstrarvörubirgjum N1, Tork, framleiðir um 90% af sínum vörum undir vottuðum vistvænum merkjum. Salernispappír, handþurrkur og sápur sem er í noktun hjá N1 eru frá Tork. Á öllum starfsstöðvum N1 er lagt upp með að starfsmenn noti margnota drykkjarmál og eru þau útveguð starfsmönnum að kostnaðarlausu. MainManager er notaður m.a. til að halda utan um umkvörtunarefni frá viðskiptavinum, ábendingar úr starfseminni sem og vinnuslys. Innri úttektir eru einnig framkvæmdar í spjaldtölvu í gegnum sama kerfi. Verkefnastjórnunarkerfið Confluence einfaldar boðleiðir og upplýsingagjöf innan félagsins til muna auk þess sem útprentun minnkar.
Fjórða árið í röð er ársskýrsla N1 eingöngu gefin út á heimasíðu félagsins. Samfélagsmiðuðum innrivef er haldið úti til að auka aðgengi starfsmanna að upplýsingum hvort sem er heima við eða í vinnu og þar með sparast mikil útprentun á útstöðvum N1. Allir viðburðir á vegum N1, starfsmannafélagsins og N1 skólans eru auglýstir á innrivefnum. Notaðir eru skjáir á flestum starfsstöðvum til að koma upplýsingum til viðskiptavina og starfsmanna. Rafrænt kerfi var þróað til að halda utan um rekstrarhandbók, starfsleyfi og starfsemi N1 auk þess sem tilkynningar og ábendingar eru einnig rafrænar í gegnum heimasíðu og innrivef.
Undanfarin ár hefur N1 markvisst unnið að því að draga úr notkun pappírs og einnota íláta innan félagsins. Einn af stærstu rekstrarvörubirgjum N1, Tork, framleiðir um 90% af sínum vörum undir vottuðum vistvænum merkjum. Salernispappír, handþurrkur og sápur sem er í noktun hjá N1 eru frá Tork. Á öllum starfsstöðvum N1 er lagt upp með að starfsmenn noti margnota drykkjarmál og eru þau útveguð starfsmönnum að kostnaðarlausu.
Viðskiptavinir N1 voru hvattir til að koma í rafræn viðskipti og útsendingum pappírsreikninga til einstaklinga hefur verið hætt, nema sérstaklega sé óskað eftir þeim. Einnig hefur N1 markvisst beint viðskiptum sínum um rafrænar reikningsleiðir þar sem því verður komið við. Unnið er að því með markvissum aðgerðum að auka rafræn viðskipti með það að markmiði að útrýma pappírsviðskiptum eins og hægt er.
Innleiðing „prentstöðva“ á starfsstöðvum N1 hófst í lok 2015. Prentstöðvar eru aðgangsstýrðar, stilltar til að prenta báðum megin á pappír og einungis í svörtu. Þannig þarf starfsmaður sjálfur að taka meðvitaða ákvörðun um að prenta í lit og öðru megin á síðu. Samhliða innleiðingu prentstöðva dróst notkun á ljósritunarpappír saman um 11% milli áranna 2016 og 2017. Það samsvarar 300.000 blöðum eða að hver starfsmaður N1 hafi minnkað útprentun um 449 blöð á árinu. Ljósritunarpappír N1 er vistvænn.
Árið 2015 byrjaði N1 að skipta út plastpokum fyrir maíspoka fyrir viðskiptavini þjónustustöðva og eru nú eingöngu maísburðarpokar til sölu á þeim en skrjáfplastpokar standa viðskiptavinum enn til boða endurgjaldslaust. Burðarpokar úr plasti eru eingöngu notaðir í verslunum N1 undir umfangsmeiri vörur þar sem maíspokar nýtast ekki. Innkaup N1 á plastburðarpokum hafa dregist saman um 6% og innkaup á maíspokum aukist um 26% milli áranna 2016 og 2017.
Frá árinu 2013 hefur N1 tekið þátt í Grænum apríl með því að efla umhverfisvitund innan fyrirtækisins og hafa ýmis átök verið gerð í flokkunar- og fræðslumálum í því samhengi. Fræðsla um flokkun hefur verið veitt í samvinnu við Íslenska Gámafélagið en við höfum boðið starfsmönnum okkar í heimsóknir þangað til að fræðast um hvað verður um sorpið sem við flokkum hjá okkur. Markmiðið er að efla skilning starfsmanna á tilgangi flokkunar.
Starfsfólk á skrifstofu hefur verið fengið til að fara á stöðvar í hálfan dag til að hreinsa upp rusl eftir veturinn og dytta að utandyra, auk þess sem umhverfistengt fræðsluefni er á skjáhvílum til að efla umhverfisvitund starfsmanna.
N1 hefur gripið til ýmissa aðgerða til að draga úr notkun á vatni og rafmagni, meðal annars með reglubundinni orkuvöktun, tímastillingum og sólúr birtuskynjurum til að stýra útiljósum. Orkuvöktun er skráð með skipulögðum hætti til að koma betur í veg fyrir orkusóun og til að hægt sé að grípa til aðgerða verði vart við frávik. Hefur vöktun orkunotkunar haldist í hendur við ISO14001 vottanir þjónustustöðva en unnið verður að því að koma orkuvöktun á í allri starfsemi félagsins um land allt á næstu fimm árum. Í skipulögðu orkuvöktuninni er farið á stöðvar tvisvar á ári og kerfin, s.s. snjóbræðslu-, aðal-, ofna-, gólfhita- og loftræstikerfi auk dyrablásara stillt í samræmi við komandi árstíð. Verið er að skipta út úr sér gengnum LED ljósgjöfum. Slökkt er á loftræstikerfum að næturlagi. Einnig eru flestir kælar á þjónustustöðvum okkar með rúllugardínum, sem eru dregnar niður á nóttunni til að sóa ekki óþarfa orku á lokunartímum. Aukningu í rafmagnsnotkun milli ára má meðal annars rekja til kaupa N1 á hjólbarðaverkstæðinu Réttarhvammi á Akureyri í lok árs 2015, en með kaupunum jókst rafmagnsnotkun um 120.000 kWh á síðastliðnu ári.
Til að setja þessar tölur í skiljanlegt samhengi þá er rafmagnsnotkunin sambærileg við meðalnotkun 1.891 íslensks heimilis en meðalnotkun heimila er 5 megavattstundir á ári. Heitavatnsnotkunin jafnast á við notkun 305 heimila (meðalnotkun heimila er um 573 m3) og kaldavatnsnotkunin samsvarar því að fylla Sundhöll Reykjavíkur 238 sinnum. Það er álíka mikið kalt vatn og þarf til að laga 794 milljónir rjúkandi kaffibolla á næstu Nestisstöð. Óbein losun vegna raforkunotkunar árið 2017 var u.þ.b. 111 tonn af CO2.
N1 sækir vatn sitt í veitur hvers staðar fyrir sig nema í Staðarskála þar sem félagið er með eigin borholu. Í Vestmannaeyjum fylgir félagið í fótspor eyjarskeggja og sækir vatn til meginlandsins. N1 keppist við að endurnýta vatn þar sem því verður við komið. Affall húsa og tækja, svo sem kælitækja, er notað í snjóbræðslukerfi og á Eskifirði er affallsvatn frá sundlauginni nýtt til snjóbræðslu sjálfsafgreiðslustöðvar N1. N1 notar heitt vatn til kyndingar þar sem það er til staðar en annars rafmagnskyndingu. Í Staðarskála er ekki heitt vatn en þar er félagið með eigin borholu, þar er því mikil rafmagnsnotkun. Ráðgert er að á árunum 2018-2020 verði komið heitt vatn í þennan hluta Hrútafjarðar og verður þá skipt yfir í kyndingu með heitu vatni.
Gagnaöflun breyttist milli ára og fáum við frá og með þessu ári yfirlit yfir notkun frá Veitum, ON, Norðurorku, Orkusölunni, Orkubúi Vestfjarða, HS veitum og HS orku. Það er mjög jákvæð þróun og eflir áreiðanleika gagna. Áfram verður aflað gagna í gegnum reikninga frá smærri veitum.
Til að setja þessar tölur í skiljanlegt samhengi þá er rafmagnsnotkunin sambærileg við meðalnotkun 1.891 íslensks heimilis en meðalnotkun heimila er 5 megavattstundir á ári. Heitavatnsnotkunin jafnast á við notkun 305 heimila (meðalnotkun heimila er um 573 m3) og kaldavatnsnotkunin samsvarar því að fylla Sundhöll Reykjavíkur 238 sinnum.
Þjónustumælingar „Happy or Not“ meðal viðskiptavina N1 eru gerðar með það að markmiði að stjórnendur stöðva geti nánast samdægurs brugðist við endurgjöf frá viðskiptavinum. Á árinu 2017 voru mælingar á 8 stöðvum N1 víðsvegar um landið.
Viðskiptavinir eru spurðir „Fékkstu góða þjónustu í dag?“ og þeir bregðast við með því að ýta á einn af fjórum brosköllum þ.e. hnappa sem sýna mismunandi upplifun á þjónustunni.