1. Úrlausnir dómstóla og yfirvalda á árinu 2017
Eftirtaldir úrskurðir og dómar sem varða N1 féllu á árinu 2017:
Ákvarðanir Neytendastofu:
-
Ákvörðun nr. 1/2017 frá 16. janúar 2017. Komist var að þeirri niðurstöðu að tiltekinn texti sem notaður var í markaðssetningu Dælunnar væri ekki í samræmi við lög nr. 57/2005. Var lagt fyrir N1 að hætta notkun textans.
-
Ákvörðun nr. 31/2017 frá 29. september 2017. Lögð var sekt á N1 að fjárhæð krónur 500 þúsund þar sem tiltekinn texti sem áður hafði verið talið að óheimilt væri að birta var enn notaður í auglýsingum N1. Var um að ræða efni sem láðst hafði að eyða.
Ákvarðanir Persónuverndar:
-
Ákvörðun nr. 2016/1187 frá 22. ágúst 2017. Úrskurðað var að birting myndar af kvartanda og bifreið kvartanda hefði ekki samrýmst lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Viðurkenndi N1 að um mistök hefði verið að ræða.
2. Fyrri ákvarðanir Neytendastofu
Ákvarðanir Neytendastofu þar sem N1 hefur verið talið brjóta gegn lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu:
-
Ákvörðun nr. 2/2013
-
Ákvörðun nr. 42/2012
-
Ákvörðun nr. 22/2012
-
Ákvörðun nr. 29/2009
3. Annað
Í júní 2013 tilkynnti Samkeppniseftirlitið að það hefði ákveðið að hefja markaðsrannsókn á íslenska eldsneytismarkaðnum. Um er að ræða nýtt form rannsóknar, sem felur í sér athugun á því hvort grípa þurfi til aðgerða gegn aðstæðum eða háttsemi sem koma í veg fyrir, takmarka eða hafa skaðleg áhrif á samkeppni almenningi til tjóns. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins beinist því ekki sérstaklega að félaginu sjálfu heldur eldsneytismarkaðnum í heild. Frummatsskýrsla Samkeppniseftirlitsins kom út í nóvember 2015. Hafa markaðsaðilar skilað sjónarmiðum sínum og var í kjölfarið haldin ráðstefna um fram komin sjónarmið.
Í kjölfarið gaf Samkeppniseftirlitið út nokkur álit sem beindust að opinberum aðilum ásamt því sem markaðsaðilum var gefinn kostur á að tjá sig um hugsanlega niðurstöðu markaðsrannsóknarinnar. Hefur Samkeppniseftirlitið upplýst að markaðsrannsóknin muni tefjast þar sem stofnunin hefur nú til rannsóknar tvo samruna sem varða olíumarkaðinn. Gert verði hlé á markaðsrannsókninni á meðan þeir eru til rannsóknar. Hefur Samkeppniseftirlitið bent á að þessir samrunar kunni að hafa áhrif á niðurstöðu markaðsrannsóknarinnar.